top of page
Search

Hvernig markþjálfa á ég að velja?

Þetta eru spurningar sem ég fæ ansi oft. "Hvaða markþjálfi hentar mér?" eða "hvernig markþjálfa á ég að velja?"


Markþjálfar gefa sig út fyrir að vera alls konar. Það eru til lífsmarkþjálfar (e. life coach), heilsumarkþjálfar, stjórnendamarkþjálfar, sambandsmarkþjálfar, árangursmarkþjálfar (e. performance coach), starfsmarkþjálfar, þyngdarmarkþjálfar, og fleira og fleira. En þetta er það sem þeir sérhæfa sig í. Ef markþjálfi er vottaður, hvað þá alþjóðlega vottaður, þá er hægt að treysta því að hann getur tekið á móti hvaða viðskiptavini sem er.


Ástæðan fyrir því er einföld. Markþjálfinn er ekki sérfræðingur í þér. Sá eini sem er sérfræðingur í þér ert þú! Markþjálfi er ekki ráðgjafi og því skiptir engu máli hvaða reynslu hann hefur á efninu sem verið er að ræða um. Hans markmið er að fá þig til að taka bjálkann úr auganu og skoða hlutina frá öðru sjónarhorni. Síðan aðstoðar hann þig við að skilgreina markmið eða lausnir og leiðir þig svo áfram.


Hins vegar er það svo að stundum á fólk ekki saman. Og ef maður er með markþjálfa sem maður finnur ekki tengingu við, þá er sjálfsagt að fá að hætta hjá þeim markþjálfa og fara til annars. Markþjálfarnir vita að þetta er eðlilegt og taka því allir vel.


Spurningin hér að ofan á fyllilega rétt á sér, enda ekki allir sem gera sér grein fyrir þessu. En mín skoðun er sú að spurningin ætti frekar að vera þessi: "Hvar finn ég markþjálfa?" Og fyrst þú ert að lesa þessa grein, þá er svarið að finna á þessum vef!


57 views0 comments

Recent Posts

See All

Σχόλια


bottom of page