top of page
Accredited_NBI_LOGO_2.jpg

Heildarhugsun - NBI

Heildarhugsun, eða Whole Brain Thinking, getur sýnt hvernig við hugsum, bregðumst við, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, veljum okkur störf, stjórnum fólki og ölum upp börnin okkar. Þegar við skiljum hvernig við hugsum, hvernig hugsnið okkar er, þá eigum við auðveldara með að mynda betri tengsl, vera virkari í teymisvinnu og taka skynsamlegar og réttar ákvarðanir.

 

Til að skilja hugsnið okkar þurfum við að nota vottað og vel rannsakað mælitæki. „Neethling Brain Instrument“), NBI™, mælitækið gefur nokkuð nákvæmar upplýsingar um hughneigðir okkar, það er að segja hvernig hugur okkar hneigist til að hugsa, og skilgreiningu á heildarhugsun.

Hugsnið gefur vísbendingar um hvernig við eigum samskipti, stjórnum, lærum, kennum, leiðum, ákveðum, leysum vandamál og myndum sambönd og margar fleiri hliðar lífsins. Kostirnir sem fylgja því að skilja þitt eigið hugsnið eru m.a. að þú myndar betri tengsl, ert virkari þátttakandi í teymisvinnu og tekur skynsamlegar og viðeigandi ákvarðanir. 

Þó að hughneigðir okkar geti stundum verið gagnlegar þá geta þær einnig dregið úr getu okkar til að starfa vel og markvisst. Til að við getum orðið skilvirkari – bæði persónulega og í atvinnulífinu – þurfum við að skilja hughneigðir okkar betur.

Gerð hafa verið snið af yfir 2.000.000 einstaklingum á ýmsum aldri frá mörgum löndum með NBI™. Áframhaldandi rannsóknir við fjölda háskóla og stofnanir eru enn ómissandi hluti af heilavísindum. Nú eru til 20 mismunandi NBI™-greiningar til bæði persónulegra og viðskiptalegra nota.

TWO-NBI-Profiles-4-8-divided.jpg

Nokkar mikilvægar staðreyndir um NBI

  • NBI byggir á vísindarannsóknum. Dr. Kobus Neethling þróaði NBI með því að gera hugsnið af meira en 200.000 einstaklingum á ýmsum aldri frá mörgum löndum. Fjöldi háskóla og stofnana heldur rannsóknunum áfram og eru þær  hluti af heilavísindum eins og þau standa nú.

  • Heimsþekktir sérfræðingar stýra NBI. Dr. Neethling, sem Bandaríska líffræðistofnunin hefur viðurkennt sem einn af 500 „Áhrifamiklum leiðtogum“, leiðir NBI af miklum eldmóð. Það sem er enn meira spennandi er það alþjóðlega teymi sérfræðinga og fagmanna sem deila þeim eldmóð og hafa kosið að tileinka sér NBI.

  • NBI er ekki nýtt af nálinni. MeginstoðirNBI voru uppgötvaðar á sjöunda áratug síðustu aldar.

  • Það sem gerir NBI skilvirkt og áhrifaríkt er að með því eru flóknar, vísindalegar mælingar yfir langan tíma teknar saman í einfaldar athuganir sem geta auðgað líf okkar.

  • NBI breytir engum. Það eru allir einstakir og hvert okkar erfullkomið eins og við erum. NBI mun ekki uppfæra neinn til betri vegar, heldur hjálpar tólið okkur að skilja okkur betur og aðstoðar okkur að vinna með það besta í okkur.

  • NBI mælir ekki rétt eða rangt og hvorki gott eða slæmt, velgengni eða mistök. 

  • Það er auðvelt er að hrinda niðurstöðum NBI í framkvæmd. Gríðarmiklum tíma og vinnu var varið í að þróa NBI sem tæki fyrir alla. Við erum stolt af því að í notkunarleiðbeiningunum okkar er ekkert óþarfa „nördatal“ eða torskiljanleg hugtök.

  • NBI mun gagnast fyrirtæki þínu og einkalífi. NBI hefur gert 20 mismunandi mælitæki sem nýtast bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Við bjóðum viðeigandi tillögur fyrir starfsferil, sambönd og námsmynstur og allt þar á milli.

bottom of page