top of page
Diddi_1.png
Skráðu þig á póstlistann fyrir
nýjasta nýtt, tilboð og námskeið!

Takk fyrir skráninguna!

Sigurður Haraldsson

 • Ég er  ACC vottaður markþjálfi frá International Coaching Federation (ICF), lauk grunnnámi í markþjálfun hjá Profectus á Íslandi 2018 og framhaldsnámi í markþjálfun frá sama fyrirtæki 2019.

 • Vottaður "Whole Brain Coach" 2020.

 • Ég er úrskrifaður NBI Practioner frá Profectus 2020.

 • Ég er meðlimur í stjórn ICF Iceland - félags markþjálfa á Íslandi frá apríl 2019.

 • Ég er meðlimur í kennarateymi Profectus frá apríl 2020.

 • Ég er meðlimur í international Coaching Federation, sem eru stærstu alþjóðlegu samtök markþjálfa og starfa samkvæmt siðareglum þeirra.

 • Ég er útskrifaður tölvu- og kerfisfræðingur frá Rafiðnaðarskólanum og hef starfað sem kerfisstjóri í yfir 20 ár.

 • Ég er með BA í ensku frá HÍ og nam ensku, þýsku og norræn/miðaldafræði við Albrechts-Ludwigs Universität í Freiburg im Breisgau í Þýskalandi.

 • Ég markþjálfa fyrir fyrirtæki, samtök og að sjálfsögðu einstaklinga líka. Til mín hafa leitað forstöðumenn, mannauðsstjórar, kennarar, íþróttamenn, sérfræðingar, háskólanemar, framhaldsskólanemar, iðjuþjálfar, lögfræðingar og læknar, svo eitthvað sé nefnt.

Ég er líka faðir, eiginmaður, ljósmyndari og lestrarhestur, svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef gaman af útiveru, kvikmyndum/þáttum, ferðalögum og að þroska sjálfan mig. Þar að auki sem ég ljóð og í mér, eins og flestum Íslendingum, blundar rithöfundur sem er að reyna að komast út um þessar mundir. Auk þess er ég reiki meistari.

Hvað fannst þeim?

Svanhvít Stefánsdóttir,
sérfræðingur

Ég mæli heilshugar með markþjálfun hjá Sigurði.

Þjálfunin kallaði á talsverða innri vinnu og sjálfsskoðun þar sem Sigurður leiddi mig áfram. Í hverjum tíma lærði ég að hjálpa sjálfri mér að ná mínum markmiðum og þannig auka árangur minn og skilvirkni. 

Þessari þekkingu mun ég búa að og geta nýtt mér í krefjandi verkefnum í framtíðinni.

Þorkatla Sigurðardóttir,
forstöðumaður

Fór í nokkra tíma. Þetta hjálpaði mér mikið. 

Gott að fá svona leiðsögn og ég áttaði mig á ýmsum hlutum sem ég hafði ekki séð áður.

Mæli eindregið með Sigurði, hann er einlægur og skemmtilegur og hittir oft naglann beint á höfuðið. 

Takk fyrir mig!

Guðlaugur Breiðfjörð

kerfisstjóri

Ég hafði hugsað mér í nokkurn tíma að skella mér í markþjálfun en fannst það alltaf að þetta væri meira fyrir stjórnendur svo ekkert varð úr þeim framkæmdum en sem betur fer lét ég verða af því og sé ekki eftir því. 

Ég lærði mjög margt um sjálfan mig. 

Ég mæli hiklaust með að hitta Sigurð og fara yfir málin með honum. Hann mun hjálpa þér að sjá hlutina í öðru ljósi bæði hvað varðar vinnu og einkalíf.

Umsagnir
Contact
Shaking Hands

Hafðu samband

Ertu með spurningar? Eða viltu fá nánari upplýsingar? Ekki hika við að hafa samband!

 

Það er hægt að ná í mig á ýmsa vegu. Það er hægt að senda mér tölvupóst á netfangið hér að neðan (nóg að smella á það), hringja í mig eða skrifa til mín skilaboð og senda hér á síðunni. 

 • Facebook
 • Instagram

Sími: 6951664

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page