top of page

NBI greining

Þegar snið yfir hughneigðir er skoðað er mikilvægt að hafa þetta í huga:

 

  • Ekkert hugsnið er gott eða slæmt, rétt eða rangt.

  • Hughneigð er ekki það sama og færni – maður hefur mögulega áhuga á einhverju en er ekki mjög góður í því og öfugt.

  • Hátt skor í einhverjum fjórðungi þarf ekki að þýða að þú hneigist til ALLRA þátta þess fjórðungs. 

  • Hugsnið getur breyst, en aðeins ef fyrir því er sterk ástæða. 

  • Maður getur þróað hugsun sína í fjórðungum sem maður hneigist minna til með skapandi hugæfingum.

Hvers vegna ættir þú að nýta þér NBI greiningar?

​

Aðallega vegna þess hversu auðskiljanlegar þær eru, hversu auðvelt að læra og skilja NBI-fræðin og umfram allt, hversu auðvelt er að beita NBI-þekkingunni við raunverulegar aðstæður.

​

Kobus Neethling og teymi hans hefur unnið að NBI™ þannig að það er orðið mjög fágað og háþróað. 8 vídda líkanið af hughneigðum gefur kost á djúpri innsýn í hugsnið einstaklinga og hópa. Til glöggvunar og til að veita smá innsýn í hvað má lesa úr NBI-hugsniði með einföldum hætti er hér smá listi yfir hvað einkennir þá sem hafa ríka hughneigð í eftirtöldum ferningum.

​

Ríkjandi blá (L1) hugsun snýst í hnotskurn um að …

  • halda sig við kjarna málsins og hafa sitt á hreinu

  • vera nákvæmur og greinandi

  • vera röklegur og horfast í augu við staðreyndir

  • vera hlutlægur og láta ekki tilfinningar þvælast fyrir sér

  • ástunda vísindaleg, einbeitt og öguð vinnubrögð

  • greina öll gögn og komast þannig að rótum vandans

  • hafa skynsemina ávallt að leiðarljósi

  • vera gagnrýninn og hreinskilinn

  • vera jarðbundinn og raunsær

  • átta sig á því að molar eru líka brauð (smámunasamur)

  • reikna, mæla, vega og meta

Ríkjandi græn (L2) hugsun snýst í hnotskurn um að …

  • viðhalda öryggi sínu í öllum myndum

  • fara gætilega, eitt skref í einu og gera hlutina í réttri röð

  • vera árangurs- og verkefnadrifinn

  • halda í hefðirnar – að breyta ekki bara breytinganna vegna

  • vera skipulagður og halda yfirsýn

  • vera snyrtilegur og hafa allt í röð og reglu

  • láta ekki glepjast – vera staðfastur

  • vera stundvís og bera virðingu fyrir tíma annarra

  • fara ekki af stað nema öll smáatriði séu á hreinu (vera ítarlegur)

  • leggja áherslu á framkvæmda-, verk- og kostnaðaráætlanir

Ríkjandi gul (R1) hugsun snýst í hnotskurn um að …

  • vera frjáls og fyrirbyggja stöðnun 

  • hugsa út fyrir kassann og gera tilraunir með nýjar aðferðir 

  • sjá hlutina með annarra augum 

  • skapa og leyfa listrænum hæfileikum að njóta sín 

  • hafa mörg járn í eldinum 

  • vera ráðsnjall og kænn – koma fram með nýjar lausnir á gömlum vandamálum 

  • sjá fram í tímann 

  • leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín 

  • vera óhræddur við að samþætta ólíkar hugmyndir 

  • skoða heildarmyndina

Ríkjandi rauð (R2) hugsun snýst í hnotskurn um að …

  • láta sér lynda við annað fólk – vera félagslyndur

  • sýna virðingu og hlýju í framkomu við aðra

  • nota virka hlustun, hlusta eftir því sem ekki er sagt

  • eiga auðvelt með að afla sér fylgjenda

  • hafa stemninguna góða og andrúmsloftið létt

  • hafa hugrekki til að viðurkenna og vinna með tilfinningar

  • vera óhræddur við nánd og snertingu

  • hafa persónuleg gildi að leiðarljósi

  • nýta innsæi sitt og næmni fyrir líðan annarra

  • bera virðingu fyrir fjölbreytileika fólks

bottom of page