top of page
Search

Sérðu ekki skóginn fyrir trjánum?

Einn af helstu kostum markþjálfunar er að fá nýja sýn á hlutina!


Markþjálfun er þeim töfrum gædd að við náum oftast að sjá hlutina í nýju ljósi og frá öðru sjónarhorni. Þá kemur gjarnan í ljós að markþeginn hefur verið að einblína á hismið og því verða málin oft stór, snúin og virðast óyfirstíganleg.


Með því að átta sig á þessu, þá er leikur einn að skilja hismið frá kjarnanum og fara að einbeita sér að því sem virkilega máli skiptir. Það sem oft virðist vera óyfirstíganleg hindrun og maður hefur einblínt á að leysa er gjarnan eitthvað sem maður er búinn að mikla fyrir sér, mála skrattann á vegginn með og gert að úlfalda. En þegar mýflugan er aftur orðin að mýflugu, þá loksins sér maður hvað maður hefur platað sjálfan sig og hver kjarninn er.


Þarna rennur upp fyrir manni ljós og möguleikarnir sem blasa við eru oft æði margir, hindrunin er orðin að agnarsmáum þröskuldi eða jafnvel horfin og þá er lag að bretta upp ermarnar og hefjast handa við að koma lífinu í þann farveg sem maður vill að það sé í.


Því hver vill ekki hafa stjórn á sínu lífi?

20 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page