top of page
Search
Writer's pictureSigurður Haraldsson

Hver ertu?

Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Þegar ég hef spurt fólk þessarar spurningar þá fæ ég iðulega svarið við spurningunni „Við hvað vinnirðu?“ Það finnst mér mjög áhugavert en jafnframt ansi dapurt. Flestir skilgreina hver þeir eru út frá því við hvað þeir starfa. Þetta sýnir hversu stórt hlutverk vinnan spilar í lífi okkar, og allt of stórt hlutverk að mínu viti.


Þegar ég geng á fólk og bendi því á að starfsheitið sé nú ekki góð skilgreining á hver viðkomandi er, þá fer fólk að skilgreina sig út frá fjölskyldustöðu. „Ég er faðir/eiginmaður/bróðir/sonur,“ þessi og álíka svör koma fram þegar. Það er vissulega rétt að allir eiga sér einhverja fjölskyldusögu en það að vera meðlimur í fjölskyldu segir ekkert til um hver viðkomandi er í raun og veru.


Þegar ég geng enn frekar á fólk, þá fer það að lýsa því hverju það hefur áhuga á. Það les, spilar golf, er í hestamennsku, fer í fjallgöngur, skrifar ljóð eða spilar á hljóðfæri. En ekkert af þessu segir mér hver viðkomandi er, heldur bara hver áhugamálin hans eru.


Það er undarlegt að við kunnum ekki að lýsa okkur betur en þetta. Við erum ekki nógu tengd grunngildunum okkar og því sem gerir okkur að persónu, að okkur. Við kunnum ekki að lýsa því hver við erum. Við erum svo vön að setja upp alls konar grímur og fara í hin og þessi hlutverk að við erum svolítið búin að týna okkur sjálfum. Hvað segir það um okkur?


Hver ertu annars?

19 views0 comments

Recent Posts

See All

Kommentare


bottom of page