top of page

NBI námskeið

Einstaklingar með ólík hugsnið hafa ólíka sýn á heiminn og gjarnan ólíkt gildismat.

Bætum samskiptafærni og umburðarlyndi - lærum að skilja aðra betur!

 

  • Hvernig bregðumst við við?

  • Hvernig tökum við ákvarðanir?

  • Hvernig er samskiptum okkar við aðra háttað?

  • Hvernig stjórnum við fólki?

  • Hvernig seljum við og þjónustum viðskiptavini?

 

Það veltur á því hvernig við hugsum. Sumir leggja áherslu á staðreyndir, aðrir leita eftir tengslum. Sumir horfa á smáatriðin – og enn aðrir á heildarmyndina.

Á námskeiðinu er notast við NBI-litakerfið til að útskýra með einföldum hætti fjórar grunnhughneigðir einstaklinga, styrk- og veikleika hverrar hneigðar og hvernig hægt er að taka tillit til annarra í stað þess að láta þá fara í taugarnar á sér.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að beita Heildarhugsun í vinnu og einkalífi. Þeir læra á sínar eigin hughneigðir og hvernig þær hafa áhrif í öllum samskiptum, ákvarðanatöku, úrlausn vandamála og með hvaða hætti þekkingin nýtist í starfi.

Eftir námskeiðið hafa þátttakendur þekkingu á Heildarhugsun sem nýtist í öllum samskiptum. Þeir hafa styrkt hæfileika sína í starfi, hvort sem um er að ræða í sölu eða þjónustu og hafa öðlast eiginleika til að bera kennsl á vísbendingar um hugsnið annarra. 

Hvert námskeið er 3,5 klukkustundir og innifelur NBI greiningu á íslensku (að verðmæti 19.900 kr), persónulegt hugsnið upp á 7 blaðsíður og námsgögn auk verkefna.

bottom of page