top of page
Couple's Portrait

Markþjálfun para

- til hvers?

Flest pör setjast ekki niður og ræða saman um sig. Við hittumst, tengjumst og förum að búa saman án þess að taka fyrir hvað við viljum og hver framtíðarsýn okkar er, hvernig við hugsum og bregðumst við, hver viðhorf okkar eru og hvað skiptir okkur máli í lífinu.

Couple by a River

Markþjálfun eða ráðgjöf?

Markþjálfun fyrir pör er ekki ráðgjöf að neinu tagi. Við horfum á styrkleikana, gildin og framtíðina. Í paramarkþjálfuninni er verið að skoða hvernig viðhorf okkar eru, hvaða hindranir eru í samskiptum og vegferðinni, hvers vegna og hvernig hægt er að gera betur.

Hvað er í boði?

 • Stakur tími: 14.900 kr

 • Þjónustuleið 1: 51.600 kr

  • 2 paratímar​

  • 2x stakur tími (1 tími fyrir hvorn einstakling)

 • Þjónustuleið 2​: 63.500 kr

  • Sama og er í Þjónustuleið 1​

  • NBI greining* fyrir parið

 • Þjónustuleið 3: 75.400 kr

  • Sama og er í Þjónustuleið 1​

  • NBI greining* fyrir hvorn einstakling

*Verð á NBI greiningu er almennt 18.900 kr. Ef hún er tekin með er veriðið á stakri greiningu 11.900 kr

Model Couple

Sinnum okkur!

Við erum að verða frekar meðvituð um að við þurfum að hlúa að sjálfum okkur og sinna okkar þörfum. Annars týnumst við. Það sama á við um sambandið okkar. Það þarf að hlúa að því, gefa því gaum og sinna þörfum þess. Við þurfum að vita hvað makinn okkar vill og ekki síst hvað við viljum fyrir hann. Hvað erum við tilbúin að gefa af okkur?

Paramarkþjálfun getur styrkt þau pör sem eiga í vandræðum og bætt sambönd sem eru góð í dag. Því það er alltaf hægt að gera betur.

Couple Hugging on a Pier
bottom of page