top of page

Markþjálfun til vaxtar

Viltu ná lengra í starfinu þinu eða íþróttinni? Hvort sem þú ert fastur/föst í sama farinu eða hefur einfaldlega metnað til að gera betur, þá tek ég fagnandi á móti þér. 

Businessmen

Markþjálfun til starfsframa

Viltu bæta þig í starfi eða jafnvel breyta til? Áttu erfitt með að segja 'nei'? Finnst þér þú vera að missa tökin? Eða viltu komast að því hvaða leiðir standa þér til boða?

Markþjálfun fyrir pör

Góð samskipti eru gulli betri. Oftar en ekki er það einfaldur misskilningur sem orsakar spennu í sambandinu. Hversu mikilvægt er að vita hvernig maki þinn hugsar og nálgast hlutina svo það sé auðveldara að skilja hvers vegna makinn sjái ekki hlutina með sömu augum og þú.

Distanced Couple

Teymisþjálfun

Til að teymi virki eins vel og það getur, þarf að vera til staðar sálfræðilegt öryggi og traust milli meðlima. Þá fyrst fer teymið á flug og allir stefna í sömu átt og að sama markmiði. 

Hands Together

Nokkrir lykilatriði um markþjálfun

  • Af fenginni reynslu þá legg ég alltaf upp með 5 tíma í markþjálfun. Ef í ljós kemur að færri tíma þarf, þá endurgreiði ég þá tíma sem á vantar (á ekki við um tilboð).

  • Venjulegur tími er 50 mínútur en það er hægt að semja um aðra tímalengd. Í einstaka tilfellum þá er tíminn styttri eða lengri en verðið helst óbreytt.

  • Ég markþjálfa mikið yfir netið en hef ekkert á móti því að hitta fólk augliti til auglitis. 

  • Ég þyki nokkuð notalegur en það er eins með mig og aðra að stundum þá á fólk ekki samleið. Ef þú nærð ekki tengingu við mig, þá er þér fullkomnlega frjálst að slíta sambandinu og leita annað. Ég tek því með fullum skilningi.

Image by Glenn Carstens-Peters
bottom of page