top of page
Search

Viltu ná mögnuðum árangri?

Ef þú vilt ná mögnuðum árangri, hvers vegna ekki að fara í markþjálfun?


Það er endalaust hægt að lesa bækur og greinar, maður getur farið á alls konar viðburði og ráðstefnur en ef maður vill ná góðum, hröðum og mögnuðum árangri, hvers vegna ekki velja markþjálfun?


Sú staðreynd að markþjálfun er löguð 100% að þínum þörfum og allur fókusinn er á þér og markmiðunum þínum og árangri. Markþjálfinn hjálpar þér að átta þig á hvað það er raunverulega sem stendur í vegi fyrir þér, þú færð betri yfirsýn yfir heildarmyndina í lífi þínu og áttar þig betur á hvert þú þarft að stefna til að ná þangað sem þú vilt og ætlar.


Markþjálfinn er með þér í liði, styðjandi en jafnframt áskorandi, vinur í raun en dregur ekkert undan ef með þarf. Hann segir hlutina umbúðalaust en af alúð og festu og í þeim tilgangi að hjálpa þér að komast lengra. Hann leyfir þér að bragða á árangrinum og skynja hvernig hann er.


Markþjálfinn sníðir markþjálfunina algjörlega að því sem þú þarft, einbeitir sér að þér allan tímann og aðstoðar þig við að finna bestu leiðina fyrir þig að markmiðunum þínum. Hversu magnað er það að geta fengið liðsfélaga til að vinna með þér að þínum markmiðum eingöngu?


Institute of Coaching segir að 80% þeirra sem leita til markþjálfa öðlast aukið sjálfstraust og yfir 70% bæta starfsárangur, sambönd og auka samskiptafærni sína til muna.


Vilt þú vera í þeirra hópi?

19 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page